Kominn aftur til Danmerkur
Hæ,
Ég fór í nokkrar vikur til Íslands. Ég fór í aðgerð á ökkla fyrir hart nær 6 vikum og hluta af tímanum var ég á Íslandi.
Aðgerðin, held ég, heppnaðist vel. Líklega var skaðinn afleiðing af glæsilegu frákasti á tjaldsvæði árið 2002, (Laugás) ef ég man þetta rétt. Þarna var ég að hirða frákast frá barnalækni í Svíþjóð. Ef hann vill meina annað þá er það alrangt!
Anyway, í ökklann var potað, brjósk skafið og svo mátti ég ekki stíga í fótinn í 4 vikur og bara tylla síðustu 2 vikurnar. Stígvélið var svo tekið af í fyrradag. Það var mjög skrítið að ganga í tvennum skóm.
Ég taldi mig geta allt og gekk í allar búðir í Odense í gær. Ég er svona að borga fyrir það í dag. Kálfinn var ekki tilbúinn í þessi átök eftir 6 vikna slökun.
Íslandið var stórkostlegt. Snjór yfir öllu, en margir dagar í heiðskýru og fjallasýnin mögnuð. Við eigum svo fallegt land.
Vinnan byrjar svo á morgun og held að það verði bara ágætt.
kveðja í bili.
Ég fór í nokkrar vikur til Íslands. Ég fór í aðgerð á ökkla fyrir hart nær 6 vikum og hluta af tímanum var ég á Íslandi.
Aðgerðin, held ég, heppnaðist vel. Líklega var skaðinn afleiðing af glæsilegu frákasti á tjaldsvæði árið 2002, (Laugás) ef ég man þetta rétt. Þarna var ég að hirða frákast frá barnalækni í Svíþjóð. Ef hann vill meina annað þá er það alrangt!
Anyway, í ökklann var potað, brjósk skafið og svo mátti ég ekki stíga í fótinn í 4 vikur og bara tylla síðustu 2 vikurnar. Stígvélið var svo tekið af í fyrradag. Það var mjög skrítið að ganga í tvennum skóm.
Ég taldi mig geta allt og gekk í allar búðir í Odense í gær. Ég er svona að borga fyrir það í dag. Kálfinn var ekki tilbúinn í þessi átök eftir 6 vikna slökun.
Íslandið var stórkostlegt. Snjór yfir öllu, en margir dagar í heiðskýru og fjallasýnin mögnuð. Við eigum svo fallegt land.
Vinnan byrjar svo á morgun og held að það verði bara ágætt.
kveðja í bili.
Kúttmagakvöld Lions í Keflavík. Diskurinn sýnir hálfétinn kúttmaga og djúpsteikta loðnu.
Smá yfirlit frá Hafnarfirðinum í átt að Álftanesi og svo Reykjavík til hægri.
Bústaður hans Pabba í Gíslholti. Flottar vetrarmyndir.
Dísa er í kór Menntaskólans að Laugarvatni og ég náði þessu myndbandi af kórnum. Dísa númer 2 frá vinstri.
Ummæli
Ökklameiðslin hafa ekkert með PP útileguna að gera. Raunar man ég ekki eftir að hafa séð þig þarna í frákastinu! Varstu ekki fyrir utan 3ja stiga línuna?
Fínar myndir. Nema af loðnunni og kúttmaganum. Soldið eins og að borða djúpsteikt venusarberg í gyllinæð.